Hannes sem reiður hani á Facebook-vegg Øygards Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 14:50 Hannes bombar inn hverri athugasemdinni á fætur annarrar inn á vegg norska hagfræðingsins. Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því. Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Hinn norski Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, gaf út bók, Í víglínu íslenskra fjármála, sem fjallar um þá upplifun að vera settur bankastjóri tímabundið með lögum sem samþykkt voru í febrúar 2009. Þetta var eftir að Jóhanna Sigurðardóttir, þá forsætisráðherra, lét reka Davíð Oddsson úr bankanum sem hluta af því að taka til hér eftir hrun. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var bankaráðsmaður í Seðlabankanum um tíma og þótti ýmsum það skondið þegar Hannes tók sig svo til og skrifaði gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu, hvar téður Davíð er nú ritstjóri. Hannesi þykir lítið til bókarinnar koma og gaf henni tvær stjörnur, fyrir viðleitni. Menn hafa efast um hæfi Hannesar til að fjalla um bókina, meðal annarra Svein Harald sjálfur sem segir á Facebook-síðu sinni að það sé svipað og ef kalkúnn skrifaði gagnrýni um þakkargjörðarhátíðina.Meðal þeirra sem hafði húmor fyrir gagnrýni Hannesar er Viðar Eggertsson leikhúsmaður.Hannes er ekki maður sem lætur neinn eiga neitt inni hjá sér og hann hefur nú ritað harðorð svör á Facebooksíðu hins norska hagfræðings. Þar er hann ekki eins og kalkúnn leiddur til slátrunar heldur miklu fremur sem reiður hani og herskár í hörku hanaati. Hannes hefur nú þegar ritað fjóra pistla þar sem hann veður í Norðmanninn. „Mjög upplýsandi að Øygard skuli líkja mér og nokkrum félaga minna við kalkúna sem leiddir eru til slátrunar svo halda megi veislu. En, við neituðum að láta slátra okkur og stóðum vörð um rétt okkar til að svara gagnrýni. Það sem ég hef einkum við bók Øygard að athuga er að hann les allt of mikið í fund sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í mars 2006: Ég hef talað við alla sem viðstaddir voru og þeir hafna allir útgáfu Øygards.“ Þarna er Hannes rétt að hita upp en áhugamenn um ritdeilur gagnrýnandans Hannesar og Øygards höfundar bókarinnar um bankahrunið ættu ekki að láta þessar ritdeilur fram hjá sér fara. Øygard hefur reyndar ekki svarað Hannesi þrátt fyrir fjölmargar athugasemdir Hannesar en það hlýtur að koma að því.
Bókmenntir Samfélagsmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent