Saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi. Aðsent Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins. Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Benedikt Birgisson, trúnaðarmaður starfsfólks Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu segir að þegar tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar lauk hafi Hverfastöðin, sem áður var fjölskylduvæn, breyst í vinnustað sem sé fjandsamlegur fjölskyldu –og einkalífi. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar, sem hafði verið í gangi í Hverfastöðinni á Njarðargötu síðan í október 2016, lauk skyndilega í byrjun september, starfsfólki til mikils ama. Starfsfólk Hverfastöðvarinnar birti í dag opið bréf til borgarstjóra þar sem það lét í ljós óánægju sína með að borgaryfirvöld skuli ekki hafa framlengt tilraunaverkefni um vinnutímastyttingu. Verkefnið hafi gefið góða raun. Sjá nánar: Kæri borgarstjóri „Fólkið sem byrjaði hérna eftir að þetta tilraunaverkefni var sett á er rosalega óánægt núna. Þeim finnst þetta vera kjaraskerðing. Núna eru þeir að vinna fyrir sömu laun og þeir hafa fengið undanfarin ár en eru að vinna einn aukatíma á dag.“ Benedikt saknar þess að geta sótt drengina sína á leikskólann. Nú sé vinnustaðurinn orðinn nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífi auk þess sem andleg þreyta starfsfólks hafi aukist. „Ég átti séns, þó ég eigi heima í Breiðholti að fara heim klukkan fjögur úr vinnunni, ná í þá hálf fimm í leikskólann og koma mér heim. Þegar ég er að vinna til fimm, sko leikskólinn hefur þá verið lokað fyrir hálftíma þegar ég er búinn. Það er ekki fræðilegur möguleiki að ég geti tekið þátt í þeim pakka að sækja þá á leikskólann,“ segir Benedikt. Nú stendur Efling, stéttarfélag, í kjarasamningum við Reykjavíkurborg en illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir góða útkomu tilraunaverkefnisins virðist vera lítil eða enginn vilji af hálfu Reykjavíkurborgar að semja um vinnutímastyttingu að sögn starfsfólksins.
Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Kæri borgarstjóri Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. 4. desember 2019 10:15