Newcastle gerði góða ferð til Sheffield

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Newcastle-menn fagna.
Newcastle-menn fagna. vísir/getty

Newcastle United lagði Sheffield United að velli, 0-2, á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með sigrinum komst Newcastle upp í 11. sæti deildarinnar.

Sheffield United, sem tapaði í fyrsta sinn í átta leikjum í kvöld, er í 10. sæti. Liðið er með 19 stig, líkt og Newcastle.

Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir á 15. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið.

Martin Dubravka var frábær í fyrri hálfleik og varði nokkrum sinnum vel í marki Newcastle.

Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Jonjo Shelvey annað mark Newcastle. Andy Caroll lagði markið upp. Hann var í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn síðan 2011.

Fleiri urðu mörkin ekki og Newcastle vann 0-2 sigur.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.