Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2019 10:59 Frá kynningarfundinum á Hólmsheiði í morgun. Vísir/Lillý Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en breytingarnar voru kynntar í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna þjónustunni. Samningur þess efnis milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kynntu við þetta tækifæri hvernig unnið hefur verið að því að móta nýtt skipulag þessarar þjónustu og hvað í því felst. „Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“ segir Svandís. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert á þessu ári. Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega áætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hefur ráðherra ákveðið að auka fjárveitingu í 70 milljónir króna á næsta ári.Samræmist ábendingum „pyntingarnefndar“ Evrópuráðsins Síðastliðið vor gerði nefnd Evrópuráðsins (CPT-nefndin) úttekt í fangelsum hér á landi um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og kom þar fram meðal annars athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sérþarfa fanga. Á grundvelli ábendinga CPT-nefndarinnar og að undangengnu samráði og samvinnu við dómsmálaráðuneytið ákvað heilbrigðisráðherra að falla frá fyrri áformum um samningsgerð af hálfu SÍ um geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fyrirliggjandi samningsmarkmið voru tekin til ítarlegrar endurskoðunar og ákveðið að byggja þjónustuna upp á sömu forsendum og gert hefur verið með stofnun geðheilsuteyma á vegum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana um land allt. Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðisþjónustuna upp í sérstöku geðheilsuteymi fanga (GHTF) sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja föngum einstaklingsmiðaða, samfellda og samhæfða þjónustu með formlegum og skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars eða þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heilbrigðisstefnu til ársins 2030.Áhersla á eftirfylgni og stuðning eftir að afplánun lýkur Geðheilsuteymi fanga verður mannað með geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu sviði eftir því sem þörf krefur. Aðalbækistöð teymisins verður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en það verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að veita föngum þjónustu í öllum fangelsum landsins. Áhersla verður lögð á samstarf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir að afplánun lýkur. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en breytingarnar voru kynntar í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna þjónustunni. Samningur þess efnis milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kynntu við þetta tækifæri hvernig unnið hefur verið að því að móta nýtt skipulag þessarar þjónustu og hvað í því felst. „Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“ segir Svandís. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert á þessu ári. Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega áætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hefur ráðherra ákveðið að auka fjárveitingu í 70 milljónir króna á næsta ári.Samræmist ábendingum „pyntingarnefndar“ Evrópuráðsins Síðastliðið vor gerði nefnd Evrópuráðsins (CPT-nefndin) úttekt í fangelsum hér á landi um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og kom þar fram meðal annars athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sérþarfa fanga. Á grundvelli ábendinga CPT-nefndarinnar og að undangengnu samráði og samvinnu við dómsmálaráðuneytið ákvað heilbrigðisráðherra að falla frá fyrri áformum um samningsgerð af hálfu SÍ um geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fyrirliggjandi samningsmarkmið voru tekin til ítarlegrar endurskoðunar og ákveðið að byggja þjónustuna upp á sömu forsendum og gert hefur verið með stofnun geðheilsuteyma á vegum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana um land allt. Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðisþjónustuna upp í sérstöku geðheilsuteymi fanga (GHTF) sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja föngum einstaklingsmiðaða, samfellda og samhæfða þjónustu með formlegum og skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars eða þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heilbrigðisstefnu til ársins 2030.Áhersla á eftirfylgni og stuðning eftir að afplánun lýkur Geðheilsuteymi fanga verður mannað með geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu sviði eftir því sem þörf krefur. Aðalbækistöð teymisins verður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en það verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að veita föngum þjónustu í öllum fangelsum landsins. Áhersla verður lögð á samstarf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir að afplánun lýkur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira