Stolt af stofnun geðheilsuteymis fanga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2019 10:59 Frá kynningarfundinum á Hólmsheiði í morgun. Vísir/Lillý Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en breytingarnar voru kynntar í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna þjónustunni. Samningur þess efnis milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kynntu við þetta tækifæri hvernig unnið hefur verið að því að móta nýtt skipulag þessarar þjónustu og hvað í því felst. „Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“ segir Svandís. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert á þessu ári. Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega áætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hefur ráðherra ákveðið að auka fjárveitingu í 70 milljónir króna á næsta ári.Samræmist ábendingum „pyntingarnefndar“ Evrópuráðsins Síðastliðið vor gerði nefnd Evrópuráðsins (CPT-nefndin) úttekt í fangelsum hér á landi um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og kom þar fram meðal annars athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sérþarfa fanga. Á grundvelli ábendinga CPT-nefndarinnar og að undangengnu samráði og samvinnu við dómsmálaráðuneytið ákvað heilbrigðisráðherra að falla frá fyrri áformum um samningsgerð af hálfu SÍ um geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fyrirliggjandi samningsmarkmið voru tekin til ítarlegrar endurskoðunar og ákveðið að byggja þjónustuna upp á sömu forsendum og gert hefur verið með stofnun geðheilsuteyma á vegum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana um land allt. Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðisþjónustuna upp í sérstöku geðheilsuteymi fanga (GHTF) sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja föngum einstaklingsmiðaða, samfellda og samhæfða þjónustu með formlegum og skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars eða þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heilbrigðisstefnu til ársins 2030.Áhersla á eftirfylgni og stuðning eftir að afplánun lýkur Geðheilsuteymi fanga verður mannað með geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu sviði eftir því sem þörf krefur. Aðalbækistöð teymisins verður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en það verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að veita föngum þjónustu í öllum fangelsum landsins. Áhersla verður lögð á samstarf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir að afplánun lýkur. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu en breytingarnar voru kynntar í fangelsinu á Hólmsheiði í morgun. Teymið verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að sinna þjónustunni. Samningur þess efnis milli Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður í fangelsinu á Hólmsheiði í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, kynntu við þetta tækifæri hvernig unnið hefur verið að því að móta nýtt skipulag þessarar þjónustu og hvað í því felst. „Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“ segir Svandís. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert á þessu ári. Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega áætlaðar í geðheilbrigðisþjónustu og nú hefur ráðherra ákveðið að auka fjárveitingu í 70 milljónir króna á næsta ári.Samræmist ábendingum „pyntingarnefndar“ Evrópuráðsins Síðastliðið vor gerði nefnd Evrópuráðsins (CPT-nefndin) úttekt í fangelsum hér á landi um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndarinnar bárust ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála í sumar og kom þar fram meðal annars athugasemdir varðandi fyrirkomulag geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess sem nefndin leggur áherslu á er að geðheilbrigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir landsmenn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu tilliti til sérþarfa fanga. Á grundvelli ábendinga CPT-nefndarinnar og að undangengnu samráði og samvinnu við dómsmálaráðuneytið ákvað heilbrigðisráðherra að falla frá fyrri áformum um samningsgerð af hálfu SÍ um geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fyrirliggjandi samningsmarkmið voru tekin til ítarlegrar endurskoðunar og ákveðið að byggja þjónustuna upp á sömu forsendum og gert hefur verið með stofnun geðheilsuteyma á vegum heilsugæslu og heilbrigðisstofnana um land allt. Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðisþjónustuna upp í sérstöku geðheilsuteymi fanga (GHTF) sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja föngum einstaklingsmiðaða, samfellda og samhæfða þjónustu með formlegum og skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars eða þriðja stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heilbrigðisstefnu til ársins 2030.Áhersla á eftirfylgni og stuðning eftir að afplánun lýkur Geðheilsuteymi fanga verður mannað með geðlæknum, sálfræðingum og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu sviði eftir því sem þörf krefur. Aðalbækistöð teymisins verður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en það verður hreyfanlegt og mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu til að veita föngum þjónustu í öllum fangelsum landsins. Áhersla verður lögð á samstarf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir að afplánun lýkur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira