Loftmengun í borginni enn og aftur yfir heilsuverndarmörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2019 14:54 Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Vísir/vilhelm Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18
Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24
Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent