„Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2019 07:00 Lokakeppnin er 14.desember í London. Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“ Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30