Innlent

Varðveislu- og rannsóknarmiðstöð Þjóðminjasafnsins vígð í dag

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þjóðminjasafn Íslands vígði í dag nýja varðveislu- og rannsóknarmiðstöð safnsins í Hafnarfirði en þar eru þjóðminjar Íslands varðveittar við kjöraðstæður.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, voru viðstaddar vígsluna. Í húsinu er aðstaða fyrir starfsemi Þjóðminjasafns, fræðimenn og nemendur, rannsóknastofur, heimilda- og bókasafn svo eitthvað sé nefnt.

 

Gestir fengu svo að ganga um húsakynnin og skoða aðstæður.Vísir/Sigurjón



Fleiri fréttir

Sjá meira


×