Erlent

6000 ásakanir um kynferðisbrot í ferðum Uber

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fyrirtækið ákvað að birta tölurnar með það að markmiði bæta öryggi viðskiptavina og allra leigubílafyrirtækja í landinu.
Fyrirtækið ákvað að birta tölurnar með það að markmiði bæta öryggi viðskiptavina og allra leigubílafyrirtækja í landinu. vísir/getty
Leigubílaþjónustan Uber segir að 6000 ásakanir um kynferðisbrot í ferðum á vegum fyrirtækisins hafi verið skráðar á árunum 2017 og 2018 í Bandaríkjunum.Slíkum málum fjölgaði á síðasta ári en þó var tíðni þeirra sextán prósentum lægri, í ljósi þess að ferðum fyrirtækisins fjölgaði mikið á árinu.Fyrirtækið ákvað að birta tölurnar með það að markmiði bæta öryggi viðskiptavina og allra leigubílafyrirtækja í landinu.Uber hefur orðið fyrir vaxandi gagnrýni um allan heim og á dögunum missti fyrirtækið starfsleyfi sitt í London.Þrátt fyrir þessi sexþúsund mál sem skráð hafa verið lauk Uber ferðum í Bandaríkjunum þó áfallalaust í 99.9 prósent tilvika og þá er því einnig haldið fram að bílstjórar Uber hafi aðeins verið gerendur í helmingi málanna, í hinum tilvikum hafi verið um farþega að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.