Fótbolti

Bild: Pochettino verður ekki stjóri Bayern

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino er ekki á leið til Þýskalands.
Pochettino er ekki á leið til Þýskalands. vísir/getty
Þýska dagblaðið Bild greinir frá því í dag Mauricio Pochettino komi ekki lengur til greina sem næsti þjálfari Bayern Munchen.Bayern er sem stendur með Hans-Dieter Flick sem bráðabirgðarstjóra eftir að félagið ákvað að reka Króatann Niko Kovac úr starfi í byrjun nóvember.Pochettino var rekinn frá Tottenham um miðjan nóvember og var talinn á lista Bæjara en svo virðist ekki vera mikið lengur ef marka má heimildir þýska miðilsins.Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála, var talinn hrifinn af Pochettino og vildi fá hann til félagsins áður en hann réð Kovac. Nú virðist Pochettino vera kominn aftar í goggunarröðina.Bayern er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliðinu Borussia Mönchengladbach.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.