Lífið

Thelma á 150 kjóla og engar buxur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thelma gengur aldrei um í buxum.
Thelma gengur aldrei um í buxum.
Vala Matt skoðaði ótrúlegt kjólasafn sem  Thelma Jónsdóttir hefur saknað að sér undanfarin ár en hún á hvorki meira né minna en 150 kjóla og engar buxur. Hún kaupir alltaf bara notaða kjóla og í sinni stærð.„Sem unglingur var ég strax farin að fara aðrar leiðir þegar kemur að klæðaburði og var fljótlega farin að versla á Flóamörkuðum og það kom fljótlega í ljós að ég hafði mest áhuga á kjólum,“ segir Thelma sem kaupir helst bara litríka kjóla. Hún hefur ekki keypt sér buxur í yfir fimmtán ár.Thelma hefur ekki svo mikið pláss fyrir kjólana og því þarf hún að rúlla þeim upp og koma fyrir í fataskápnum.Hér er hægt að fylgjast sérstaklega með kjólasafni Thelmu bæði á Facebook og Instagram.Hér að neðan má sjá innslagið en viðtali við Thelmu hefst þegar rúmlega sjö mínútur eru liðnar af þættinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.