Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Fyrrum stjarna. Vísir/Vilhelm Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna. Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna.
Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira