Fótbolti

Hörður Björgvin lagði upp mark í jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin var öflugur í dag.
Hörður Björgvin var öflugur í dag. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon lagði upp mark CSKA Moskvu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar í rússnesku knattspyrnunni í dag.

Eftir stundarfjórðung komust gestirnir yfir með marki Ivan Oblyakov en Hörður Björgvin lagði upp markið. Staðan 1-0 í hálfleik.

Eftir klukkutímaleik voru það svo heimamenn sem jöfnuðu metin en Brasilíumaðurinn Ari gerði markið. Lokatölur 1-1.

Hörður Björgvin spilaði allan leikinn fyrir CSKA en Arnór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum. CSKA er í 3. sætinu, stigi á eftir Krasnodar.

Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar sem er í 2. sæti delidarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.