Fótbolti

Hörður Björgvin lagði upp mark í jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin var öflugur í dag.
Hörður Björgvin var öflugur í dag. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon lagði upp mark CSKA Moskvu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Krasnodar í rússnesku knattspyrnunni í dag.Eftir stundarfjórðung komust gestirnir yfir með marki Ivan Oblyakov en Hörður Björgvin lagði upp markið. Staðan 1-0 í hálfleik.Eftir klukkutímaleik voru það svo heimamenn sem jöfnuðu metin en Brasilíumaðurinn Ari gerði markið. Lokatölur 1-1.Hörður Björgvin spilaði allan leikinn fyrir CSKA en Arnór Sigurðsson sat allan tímann á bekknum. CSKA er í 3. sætinu, stigi á eftir Krasnodar.Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Krasnodar sem er í 2. sæti delidarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.