Telja rétt að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 18:30 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent