Innlent

Sluppu eftir að mikill reykur myndaðist út frá potti á eldavél

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sem betur fer sluppu allir.
Sem betur fer sluppu allir. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu fékk tilkynningu skömmu eftir miðnætti um að eldur hafi komið upp í íbúðarhúsi við Hveramörk.

Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var búið að slökkva eldinn en reykur í húsinu. Þrír voru innandyra en til allrar mildi sluppu allir á meiðsla.

Ragnar Guðmundsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu sagði í samtali við fréttastofu að atvikið hafi átt sér stað út frá potti á eldavél og að ekki hafi þurft að flytja neinn á slysadeild.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.