Fótbolti

Guðlaugur Victor fékk rautt eftir VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt.
Guðlaugur Victor í leik með Darmstadt. vísir/getty

Guðlaugur Victor Pálsson fékk að líta rauðaspjaldið er SV Darmstadt 98 gerði markalaust jafntefli við SV Wehen Wiesbaden á útivelli í þýsku B-deildinni.

Guðlaugur Victor byrjaði á miðjunni hjá Darmstadt en rauða spjaldið fékk hann er stundarfjórðungur var eftir. Fyrst fékk hann gult spjald en því var breytt í rautt eftir skoðun í VAR.

Darmstadt er í 13. sæti deildarinnar.

SönderjyskE vann 2-1 sigur á Esbjerg í ótrúlegum leik í danska boltanum. SönderjyskE var marki undir er tólf mínútur voru eftir en náðu að snúa leiknum sér í hag.

Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn fyrir SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var ónotaður varamaður. Sönderjyske er í 10. sætinu.

Jón Dagur Þorsteinsson var í leikbanni er AGF gerði 1-1 jafntefli við Lyngby á heimavelli. Árósarliðið er í 3. sætinu með 33 stig en Lyngby í 9. sætinu. Frederik Schram var ónotaður varamaður hjá Lyngby.

Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Wolfsburg unnu enn einn leikinn í þýska boltanum er þær unnu 4-0 sigur á Sand á útivelli. Wolfsburg með þriggja stiga forskota á útivelli.

Sandra María Jessen og stöllur hennar unnu 20 sigur á Essen en Bayer Leverkusen situr í 9. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.