Fótbolti

Mikael Anderson hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael og félagar eru með góða forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.
Mikael og félagar eru með góða forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Bröndby fékk topplið Midtjylland í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í dag í toppbaráttuslag. 

Hjörtur Hermannsson hóf leik á bekknum hjá Bröndby á meðan Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði gestanna. Staðan í leikhléi var markalaus en eftir klukkutíma leik fór að draga til tíðinda. 

Awer Mabil kom þá gestunum yfir en Kamil Wilczek jafnaði metin fyrir Bröndby skömmu síðar eða á 64.mínútu. Á 76.mínútu kom Hjörtur inn af bekknum hjá Bröndby en á sama tíma var Mikael skipt af velli hjá Midtjylland.

Gestirnir reyndust sterkari á lokakaflanum og 
Frank Onyeka tryggði þeim sigur með marki á 82.mínútu. Hjörtur fékk ekki að klára leikinn því honum var skipt af velli á 83.mínútu, sjö mínútum eftir að hafa verið skipt inná.

Midtjylland með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar en Bröndby hefur sextán stigum minna en Midtjylland í fjórða sæti deildarinnar.

 
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.