Lífið

Sjáðu þegar Vilborg Arna dansaði með rifinn magavöðva

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vilborg komst vel í gegnum atriðið með rifinn magavöðva.
Vilborg komst vel í gegnum atriðið með rifinn magavöðva.

Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño dönsuðu Jive við lagið Mamma Mia í Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þau fengu 13 stig samanlagt frá dómurunum í fyrsta þættinum en í þættinum á föstudaginn fengu þau aftur 13 stig.

Vilborg dansaði með rifinn magavöðva á föstudaginn en hún slasaðist á síðustu æfingunni fyrir annan þáttinn. Á fimmtudaginn byrjaði Vilborg að finna til eftir að hafa verið að æfa með dansherra sínum, Javi Fernández Valiño. Hún lét verkinn ekki stoppa sig og steig á svið daginn eftir í beinni útsendingu.

Þetta höfðu dómararnir að segja eftir atriði þeirra:

„Ótrúlega kraftmikið og skemmtilegt. Vilborg þú naust þín meira en í síðustu viku. Skemmtileg grunnspor í byrjun. Komu smá hnökrar í samspilið,“ sagði Selma Björns.

„Misstuð aðeins dampinn í lokin. Annars vel gert,“ sagði Karen Reeve.

„Líflegt og skemmtilegt. Þunginn fluttist aftar þegar leið á atriðið. Þetta er mikið samspil. Takk fyrir,“ sagði Jóhann Arnar.

Hér að neðan má sjá atriðið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.