Innlent

Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Veðrið gæti orðið mjög slæmt næstu daga.
Veðrið gæti orðið mjög slæmt næstu daga. Vísir/Vilhelm

Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er.

Í tilkynningu frá gæslunni segir að hin slæma veðurspá sé samhliða samhliða stækkandi straumi, en stórstreymt verður á föstudaginn.

Stormviðvörun er í gildi fyrir öll spásvæði á miðum og djúpum umhverfis landið. Á morgun og á miðvikudag er gert ráð fyrir norðan roki og sums staðar ofsaveðri. Þá gera útreikningar öldulíkana ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið.

Bendir Landhelgisgæslan á að öldu- og vindáhlaðandi, samfara þeim lága loftþrýstingi sem spáð er, geti bætt talsvert við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefa til kynna, sérstaklega þar sem vindur stendur á land.

Eru eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum því hvattir til að huga að þeim við þessar aðstæður.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.