Íbúum í Árborg fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2019 19:30 Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær. Árborg Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær.
Árborg Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira