Innlent

Björgunar­sveitar­menn lagðir af stað með þrjá snjó­bíla norður í land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjóbíll björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík kominn á flutningabíl og tilbúinn að fara norður í land.
Snjóbíll björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík kominn á flutningabíl og tilbúinn að fara norður í land. landsbjörg

Núna upp úr klukkan ellefu í kvöld lögðu björgunarsveitarmenn af stað úr Reykjavík með tvo snjóbíla norður í land.

Annar bíllinn kemur frá björgunarsveitinni Ársæli og hinn frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þriðji snjóbíllinn fer svo innan skamms af stað frá Björgunarfélagi Akraness.

Bílarnir verða til taks á morgun í ofsaveðrinu sem spáð er á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, fara hátt í tuttugu björgunarsveitarmenn á vettvang með bílunum þremur. Einn bíllinn verður staðsettur á Hólmavík, annar í Hrútafirði og sá þriðji í Skagafirði.

„Hugmyndin er í raun og veru að ef það verður mjög snjóþungt þá er hægt að nota þá í  helstu neyðartilfellum ef það kemur eitthvað upp á, ef það þarf að flytja fólk,“ segir Davíð.

Hann segir björgunarsveitir um nánast allt land hafa verið að undirbúa sig í dag fyrir veðurofsann á morgun.

„Menn eru búnir að vera að undirbúa sig í dag og slípa saman verkferla af því það sem er kannski versta staðan sem gæti verið ef það verður mikið af verkefnum í einu sem koma. Það þarf að vinna hratt úr því og útdeila verkefnum,“ segir Davíð.

Klippa: Snjóbíll björgunarsveitarinnar Ársæls hífður upp á flutningabílinnAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.