Fótbolti

Frá í rúman mánuð eftir að hafa misst lóð á tána á sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vázquez verður frá keppni næstu vikurnar.
Vázquez verður frá keppni næstu vikurnar. vísir/getty
Lucas Vázquez leikur ekki með Real Madrid næstu vikurnar eftir að hafa meiðst á frekar klaufalegan hátt í lyftingasalnum í gær.Vázquez missti lóð á tána á sér og tábrotnaði. Búist er við því að hann verði frá keppni næstu 4-6 vikurnar vegna meiðslanna.Vázquez, sem er 28 ára, hefur leikið með Real Madrid allan sinn feril, fyrir utan eitt tímabil þegar hann var lánaður til Espanyol.Á þessu tímabili hefur Vázquez leikið níu leiki með Real Madrid í öllum keppnum og skorað eitt mark.Næsti leikur Real Madrid er gegn Real Sociedad á laugardaginn. Þar mætast liðin í 2. og 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.