Fótbolti

Frá í rúman mánuð eftir að hafa misst lóð á tána á sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vázquez verður frá keppni næstu vikurnar.
Vázquez verður frá keppni næstu vikurnar. vísir/getty
Lucas Vázquez leikur ekki með Real Madrid næstu vikurnar eftir að hafa meiðst á frekar klaufalegan hátt í lyftingasalnum í gær.

Vázquez missti lóð á tána á sér og tábrotnaði. Búist er við því að hann verði frá keppni næstu 4-6 vikurnar vegna meiðslanna.

Vázquez, sem er 28 ára, hefur leikið með Real Madrid allan sinn feril, fyrir utan eitt tímabil þegar hann var lánaður til Espanyol.

Á þessu tímabili hefur Vázquez leikið níu leiki með Real Madrid í öllum keppnum og skorað eitt mark.

Næsti leikur Real Madrid er gegn Real Sociedad á laugardaginn. Þar mætast liðin í 2. og 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.