Íslenski boltinn

Emil spilaði með FH

Anton Ingi Leifsson skrifar

Emil Hallfreðsson spilaði með FH í dag er liðið mætti KR í Bose-bikarnum er liðið léku í Skessunni, nýju knatthúsi FH-inga.

Emil rifti samningi sínum við Frosinone í janúar og þaðan fór hann til Udinese á samningi fram til sumars en Emil hafði áður leikið með Udinese.

Hann hefur síðan í sumar verið samningslaus en hefur þó verið í landsliðshópi Íslands, að undanteknum þeim síðasta, en Emil leitar sér nú að liði.

Hann hefur lengi æft með FH-liðinu og spilaði með þeim í dag er liðið spilaði við KR í Bose-bikarnum. FH tapaði leiknum 1-0 en markið skoraði Finnur Orri Margeirsson.

Emil er uppalinn hjá Fimleikafélaginu og hjálpaði liðinu að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2004. Síðan hélt hann svo út í atvinnumennsku.

Miðjumaðurinn knái á að baki 71 A-landsleik og það er ljóst að það yrði rosalegur hvalreki fyrir FH ákveði hann að semja við uppeldisfélagið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.