Innlent

Lög­regla leitar manns vegna rann­sóknar

Sylvía Hall skrifar
Þeir sem þekkja manninn eru beðnir um að setja sig í samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem þekkja manninn eru beðnir um að setja sig í samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að manninum á meðfylgjandi mynd vegna máls sem er til rannsóknar. Maðurinn er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síma 444-1000.

Þeir sem þekkja til mannsins eða vita hvar hann er að finna eru einnig beðnir um að setja sig í samband við lögreglu. Hægt er að hafa samband símleiðis í síma 444-1000 eða í gegnum netfangið abending@lrh.is. Þá er einnig hægt að senda einkaskilaboð á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að þó að myndin sé óskýr gæti bolurinn sem maðurinn klæðist gefið vísbendingar um hver hann er.

Lögregla leitar þessa manns.LRH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×