Þingmenn sprungu úr hlátri þegar Sigurður Ingi sagði að gleymst hafi að láta hann vita af „panikki í ríkisstjórninni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 16:49 Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Hlátrasköll og klapp brutust út í þingsal í umræðu um atkvæðagreiðslu fjárlaga 2020 þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að ef það væri rétt sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar höfðu haldið fram um að það væri „panikk í ríkisstjórninni,“ að þá hafi gleymst að láta hann vita af því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði í ræðu sinni vakið athygli á uppákomu sem mun hafa átt sér stað í þinginu í gærkvöldi. Eftir að hafa hlustað á ræður þingmanna stjórnarflokkanna hafi hún séð ástæðu til að segja frá því „opinbera leyndarmáli,“ eins og Þorgerður orðaði það. „Það vita það allir að það var panikk hér hjá ríkisstjórnarflokkunum og hæstvirtur forsætisráðherra reyndi einmitt að koma til móts við óskir og beiðni héraðssaksóknara í gær um aukin fjárframlög. En hvað gerðist? Það er kominn undanhald í liðið og það þarf auðvitað að ramma alla liðsmenn inn í eitt og sama formið,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þetta er ekkert annað en útúrsnúningar um aðferðafræði hér af hálfu ríkisstjórnarflokkanna,“ sagði Þorgerður Katrín. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var þá næstur í pontu og sagði ræðu Þorgerðar Katrínar vera „rugl,“ sem uppskar nokkuð fliss meðal þingmanna í salnum. Þá næst tók Sigurður Ingi til máls en hann sagði umræðuna vera farna að snúast um margt annað heldur en atkvæðagreiðsluna um fjárlög. „Ég veit ekki hvort ég ætti að eyða orðum á það sem að háttvirtur þingmaður Birgir Ármannsson kallaði rugl. Ég ætla að gera það samt, vegna þess að hafi verið panikk í ríkisstjórninni þá hefur alveg gleymst að láta formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vita af því,“ sagði Sigurður Ingi, sem komst varla lengra með setninguna því hávær hlátrasköll og klapp braust út í salnum svo heyrðist langt fram á ganga þinghússins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Andrés yfirgefur þingflokk Vinstri grænna Andrés Ingi Jónsson farinn úr þingflokki Vinstri grænna. 27. nóvember 2019 15:05