Innlent

Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ekki er hægt að afgreiða rafræna lyfseðla í apótekum.
Ekki er hægt að afgreiða rafræna lyfseðla í apótekum. Fréttablaðið/Anton Brink
Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. Ástæða biluninar er óljós samkvæmt fréttatilkynningu frá Embætti landlæknis.

Lyfseðilsgáttin liggur niðriheilsuvera.is
Allir sérfræðingar Advania, sem hýsir kerfið, vinna nú að greiningu og úrlausn málsins með sérfræðingum frá Origo, sem þróa og þjónusta kerfið. Enn er óljóst hve langan tíma það mun taka að leysa vandann.

Vegna biluninnar er ekki hægt aðsenda rafræna lyfseðla og afgreiða lyf í apótekum. Þá kemur þetta einnig í veg fyrir að öll rafræn samskipi geti átt sér stað milli sjúklinga og þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu, þar með talið er ekki hægt að afgreiða vottorð, beiðnir, læknabréf og ekki er aðgengi að sjúkraskrám á milli aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×