Fótbolti

Íslenska landsliðið er á uppleið á nýjum FIFA-lista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir hækka sig á FIFA-listanum.
Íslensku strákarnir hækka sig á FIFA-listanum. Getty/Oliver Hardt
Fjögur stig á móti Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM 2020 skiluðu íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var birtur í dag.Íslenska landsliðið er í 39. sæti listans og fer upp fyrir Suður-Kóreu á listanum.Íslenska landsliðið nálgaðist líka Rúmeníu á listanum en Rúmenar féllu niður um átta sæti og sitja nú í sæti 37 á listanum eða bara tveimur sætum ofar en Ísland.Ísland og Rúmenía mætast einmitt á Laugardalsvellinum í lok mars í umspilinu um sæti í úrslitakeppni EM alls staðar.Íslenska liðið er líka áfram fimm sætum á undan Lars Lagerback og lærisveinum hans í norska landsliðinu sem hækka sig líka um eitt sæti.Tyrkir fara upp um þrjú sæti og eru í 29. sæti en Frakkar eru áfram í 2. sæti á eftir Belgum. Frakkland og Tyrkland komust á EM í gegnum riðil Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.