Fótbolti

Íslenska landsliðið er á uppleið á nýjum FIFA-lista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir hækka sig á FIFA-listanum.
Íslensku strákarnir hækka sig á FIFA-listanum. Getty/Oliver Hardt

Fjögur stig á móti Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM 2020 skiluðu íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var birtur í dag.

Íslenska landsliðið er í 39. sæti listans og fer upp fyrir Suður-Kóreu á listanum.

Íslenska landsliðið nálgaðist líka Rúmeníu á listanum en Rúmenar féllu niður um átta sæti og sitja nú í sæti 37 á listanum eða bara tveimur sætum ofar en Ísland.Ísland og Rúmenía mætast einmitt á Laugardalsvellinum í lok mars í umspilinu um sæti í úrslitakeppni EM alls staðar.

Íslenska liðið er líka áfram fimm sætum á undan Lars Lagerback og lærisveinum hans í norska landsliðinu sem hækka sig líka um eitt sæti.

Tyrkir fara upp um þrjú sæti og eru í 29. sæti en Frakkar eru áfram í 2. sæti á eftir Belgum. Frakkland og Tyrkland komust á EM í gegnum riðil Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.