Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 17:50 Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira