Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 15:49 Mikill fjöldi lögreglumanna er á vettvangi vegna árásarinnar. Getty Images/Chris J Ratcliffe Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í London um klukkan tvö í dag grunaður um hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni. Nokkur fjöldi manna slasaðist við árásina.Þetta er það sem við vitum um árásina:Tilkynnt var um hnífaárás á London Bridge um klukkan 14Breska lögreglan brást við atvikinu sem um hryðjuverk væri að ræðaVopnaðir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana á London BridgeNokkrir særðust í hnífaárásinniÁrásarmaðurinn var klæddur í gervisprengjuvestiLondon Bridge verður áfram lokuð og lögreglumenn verða áberandi í grennd til að tryggja öryggi almenningsLögreglan biðlar til almennings um myndbönd og myndir teknar af vitnumTæknideild lögreglu er við störf á vettvangiSky News er með beina fréttaútsendingu hér að neðan.Breska lögreglan var laust fyrir klukkan þrjú í dag kölluð út að London Bridge vegna manns sem réðst að fólki vopnaður hnífi. Maðurinn er sagður hafa náð að særa nokkra að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins BBC. Einn hefur verið skotinn af lögreglu. Lögreglan í London segir atburðarásina enn óljósa en til segjast bregðast við atburðinum eins og um hryðjuverk sé að ræða. Mikil skelfing greip um sig á meðal viðstaddra en lögregla hefur nú lokað umferð í báðar áttir. Vitni segjast hafa heyrt tvo skothvelli.Fólk flúði af brúnni Mikill fjöldi lörgeglumanna, margir hverjir gráir fyrir járnum, mætti á svæðið og beindi verkamönnum og ferðamönnum af svæðinu. Svæðið í kringum London Bridge er pakkað af háum skrifstofubyggingum, bönkum, veitingastöðum og krám. Starfsmönnum í byggingum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir innandyra. London brúin tengir viðskiptahverfi borgarinnar við suðurbakka árinnar Thames.London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019 Lögreglan segir einn mann hafa verið tekinn höndum og nokkur fjöldi hafi særst. Vitni lýstu því að hafa orðið vör við það sem virtust vera slagsmál á brúnni og svo heyrðust skothvellir. Sky News greindi frá því að sá sem var skotinn hafi verið meintur árásarmaður.Heyrði skothvelliEinar Orn, útvarpsmaður í London, fylgdist með því sem fram fór á svölum skrifstofubyggingar þar sem hann vinnur. Einar sat utandyra en á leiðinni inn eftir hádegishlé þegar hann sá allt í einu lögreglubíla mæta á svæðið. Svo heyrði hann hvelli. „Við héldum að þetta væru byssuskot eða flugeldar, vorum ekki viss. Nokkrum mínútum síðar þá heyrðum við miklu fleiri byssuskot, fólk byrjaði að hlaupa af brúnni að götunum. Strætóarnir stoppuðu, fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla komu á svæðið svo það hefur margt verið að gerast,“ sagði Einar Orn í viðtali við BBC. Hann segir mjög marga hafa verið á brúnni, líklega í kringum 300 hlaupandi á brúnni og nokkrir á götunni, en svo hafi bílar og strætóar blokkað útsýni hans. Einar Orn birti þessi myndbönd í dag en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hann sé af íslensku bergi brotinn.pic.twitter.com/tUuUBCTVTp— Einar Orn (@einarorn_) November 29, 2019 Lögreglan í London lækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaárása þann 4. nóvember síðastliðinn. Fór hættustigið úr mjög miklu í töluvert sem þýðir að líkur voru taldar á hryðjuverkaárás en áður voru þær taldar miklar. Íbúar og vegfarendur í London eru hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu taki það eftir einhverju grunsamlegu.Að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi í London. "There was a rush of people running into the cafe...people rushed in, immediately the manager ran and shut the door and locked it, and everybody basically dove under the tables," says a witness who was at a cafe near London Bridge during the incident https://t.co/uyjGx0cpS5 pic.twitter.com/UUhBCyX2ir— CNN International (@cnni) November 29, 2019 Athugasemd ritstjórnarVinnustöðvun vefblaðamanna stendur yfir á Vísi. Fréttastofa óskaði eftir undanþágu til að geta flutt lesendum sínum fregnir af atburðunum í London sem gætu varðað öryggi Íslendinga á svæðinu. Undanþágunefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti undanþágubeiðnina. Bretland England Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í London um klukkan tvö í dag grunaður um hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni. Nokkur fjöldi manna slasaðist við árásina.Þetta er það sem við vitum um árásina:Tilkynnt var um hnífaárás á London Bridge um klukkan 14Breska lögreglan brást við atvikinu sem um hryðjuverk væri að ræðaVopnaðir lögreglumenn skutu árásarmanninn til bana á London BridgeNokkrir særðust í hnífaárásinniÁrásarmaðurinn var klæddur í gervisprengjuvestiLondon Bridge verður áfram lokuð og lögreglumenn verða áberandi í grennd til að tryggja öryggi almenningsLögreglan biðlar til almennings um myndbönd og myndir teknar af vitnumTæknideild lögreglu er við störf á vettvangiSky News er með beina fréttaútsendingu hér að neðan.Breska lögreglan var laust fyrir klukkan þrjú í dag kölluð út að London Bridge vegna manns sem réðst að fólki vopnaður hnífi. Maðurinn er sagður hafa náð að særa nokkra að því er fram kemur á vef Breska ríkisútvarpsins BBC. Einn hefur verið skotinn af lögreglu. Lögreglan í London segir atburðarásina enn óljósa en til segjast bregðast við atburðinum eins og um hryðjuverk sé að ræða. Mikil skelfing greip um sig á meðal viðstaddra en lögregla hefur nú lokað umferð í báðar áttir. Vitni segjast hafa heyrt tvo skothvelli.Fólk flúði af brúnni Mikill fjöldi lörgeglumanna, margir hverjir gráir fyrir járnum, mætti á svæðið og beindi verkamönnum og ferðamönnum af svæðinu. Svæðið í kringum London Bridge er pakkað af háum skrifstofubyggingum, bönkum, veitingastöðum og krám. Starfsmönnum í byggingum hefur verið sagt að halda kyrru fyrir innandyra. London brúin tengir viðskiptahverfi borgarinnar við suðurbakka árinnar Thames.London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019 Lögreglan segir einn mann hafa verið tekinn höndum og nokkur fjöldi hafi særst. Vitni lýstu því að hafa orðið vör við það sem virtust vera slagsmál á brúnni og svo heyrðust skothvellir. Sky News greindi frá því að sá sem var skotinn hafi verið meintur árásarmaður.Heyrði skothvelliEinar Orn, útvarpsmaður í London, fylgdist með því sem fram fór á svölum skrifstofubyggingar þar sem hann vinnur. Einar sat utandyra en á leiðinni inn eftir hádegishlé þegar hann sá allt í einu lögreglubíla mæta á svæðið. Svo heyrði hann hvelli. „Við héldum að þetta væru byssuskot eða flugeldar, vorum ekki viss. Nokkrum mínútum síðar þá heyrðum við miklu fleiri byssuskot, fólk byrjaði að hlaupa af brúnni að götunum. Strætóarnir stoppuðu, fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíla komu á svæðið svo það hefur margt verið að gerast,“ sagði Einar Orn í viðtali við BBC. Hann segir mjög marga hafa verið á brúnni, líklega í kringum 300 hlaupandi á brúnni og nokkrir á götunni, en svo hafi bílar og strætóar blokkað útsýni hans. Einar Orn birti þessi myndbönd í dag en fréttastofu er ekki kunnugt um hvort hann sé af íslensku bergi brotinn.pic.twitter.com/tUuUBCTVTp— Einar Orn (@einarorn_) November 29, 2019 Lögreglan í London lækkaði viðbúnaðarstig sitt vegna hryðjuverkaárása þann 4. nóvember síðastliðinn. Fór hættustigið úr mjög miklu í töluvert sem þýðir að líkur voru taldar á hryðjuverkaárás en áður voru þær taldar miklar. Íbúar og vegfarendur í London eru hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna lögreglu taki það eftir einhverju grunsamlegu.Að neðan má sjá myndbönd frá vettvangi í London. "There was a rush of people running into the cafe...people rushed in, immediately the manager ran and shut the door and locked it, and everybody basically dove under the tables," says a witness who was at a cafe near London Bridge during the incident https://t.co/uyjGx0cpS5 pic.twitter.com/UUhBCyX2ir— CNN International (@cnni) November 29, 2019 Athugasemd ritstjórnarVinnustöðvun vefblaðamanna stendur yfir á Vísi. Fréttastofa óskaði eftir undanþágu til að geta flutt lesendum sínum fregnir af atburðunum í London sem gætu varðað öryggi Íslendinga á svæðinu. Undanþágunefnd Blaðamannafélags Íslands samþykkti undanþágubeiðnina.
Bretland England Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira