Lífið

Banda­rísk barna­stjarna látin

Atli Ísleifsson skrifar
Laurel Griggs.
Laurel Griggs.

Bandaríska barnastjarnan Laurel Griggs, sem kom fram í nokkrum þáttum af Saturday Night Live og í sýningum á Broadway, er látin, þrettán ára að aldri.

People segir frá því að hún hafi látist á þriðjudaginn en það sé fyrst núna sem greint hafi verið frá andlátinu. Foreldrar Laurel segja hana hafa látist af völdum alvarlegs astmakasts.

Laurel lék fyrst á Broadway árið 2013 sem Polly í leikritinu Cat on a Hot Tin Roof, þá sex ára gömul. Hún er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í leikritinu ONCE á árunum 2013 og 2015 þar sem hún lék á móti Scarlet Johanson, en leikritið vann meðal annars til Tony-verðlauna.

Þá birtist hún einnig í nokkrum þáttum Saturday Night Live og kvikmyndinni Café Society með þeim Steve Carell, Blake Lively og Kristin Stewart.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.