Innlent

Amma Elizu Reid látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin af Betty sem Guðni birtir á Facebook-síðu forsetaembættisins.
Myndin af Betty sem Guðni birtir á Facebook-síðu forsetaembættisins. forseti íslands
Betty Brown, amma Elizu Reid forsetafrúar lést síðastliðinn föstudag, 102 ára að aldri.

Frá þessu greinir Guðni Th. Jóhannesson, forseti, í vikulegum pistli sínum á Facebook. Hann kveðst minnast hennar með mikilli hlýju:

„Betty var lífsglöð og lífsreynd, af skoskum ættum og sannfærð um að í henni rynni eitthvert norrænt blóð, enda fædd í Wick (Vík) á norðurströnd Skotlands þar sem norrænir menn gerðu strandhögg á víkingaöld og settust einnig að.

Betty þjónaði landi sínu í seinni heimsstyrjöld, var hjúkrunarkona í liði Kanadamanna á vígvöllum Evrópu. Ætíð var hún ljúf í lund og ég minnist hennar með mikilli hlýju. Blessuð sé minning Betty Brown,“ segir Guðni um Betty í pistli sínum.

Með pistlinum birtir forsetinn mynd af Betty á Bessastöðum árið 2016 þegar hún var 99 ára gömul.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×