Innlent

Amma Elizu Reid látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin af Betty sem Guðni birtir á Facebook-síðu forsetaembættisins.
Myndin af Betty sem Guðni birtir á Facebook-síðu forsetaembættisins. forseti íslands

Betty Brown, amma Elizu Reid forsetafrúar lést síðastliðinn föstudag, 102 ára að aldri.

Frá þessu greinir Guðni Th. Jóhannesson, forseti, í vikulegum pistli sínum á Facebook. Hann kveðst minnast hennar með mikilli hlýju:

„Betty var lífsglöð og lífsreynd, af skoskum ættum og sannfærð um að í henni rynni eitthvert norrænt blóð, enda fædd í Wick (Vík) á norðurströnd Skotlands þar sem norrænir menn gerðu strandhögg á víkingaöld og settust einnig að.

Betty þjónaði landi sínu í seinni heimsstyrjöld, var hjúkrunarkona í liði Kanadamanna á vígvöllum Evrópu. Ætíð var hún ljúf í lund og ég minnist hennar með mikilli hlýju. Blessuð sé minning Betty Brown,“ segir Guðni um Betty í pistli sínum.

Með pistlinum birtir forsetinn mynd af Betty á Bessastöðum árið 2016 þegar hún var 99 ára gömul.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.