Innlent

Fundu fíkniefni og kindabyssu á heimili

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu.
Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum fundu um helgina „umtalsvert magn“ af fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum við húsleit. Í tilkynningu frá lögreglu er um að ræða hvítt fíkniefni, meintar e-töflur, metamfetamín og sterk verkjalyf. Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu.

„Húsráðandi játaði fyrir lögreglumönnum á vettvangi að stunda fíkniefnasölu en neitaði að tjá sig um flest atriði sakarefnisins við skýrslutöku á lögreglustöð,“ segir í tilkynningunni.

Í annarri húsleit fundust fíkniefni, sterar og hnúajárn. Þar var húsráðandi handtekinn vegna vörslu á fíkniefnum, brots á lyfjalögum og vopnalögum. Hann játaði brot sín og var látinn laus að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×