Innlent

Fundu fíkniefni og kindabyssu á heimili

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu.
Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum fundu um helgina „umtalsvert magn“ af fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum við húsleit. Í tilkynningu frá lögreglu er um að ræða hvítt fíkniefni, meintar e-töflur, metamfetamín og sterk verkjalyf. Einnig fannst kindabyssa í íbúðarhúsnæðinu og skotfæri auk fjármuna sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu.

„Húsráðandi játaði fyrir lögreglumönnum á vettvangi að stunda fíkniefnasölu en neitaði að tjá sig um flest atriði sakarefnisins við skýrslutöku á lögreglustöð,“ segir í tilkynningunni.

Í annarri húsleit fundust fíkniefni, sterar og hnúajárn. Þar var húsráðandi handtekinn vegna vörslu á fíkniefnum, brots á lyfjalögum og vopnalögum. Hann játaði brot sín og var látinn laus að lokinni skýrslutöku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.