Enski boltinn

Samherja Gylfa refsað fyrir óstundvísi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kean er ekki sá stundvísasti.
Kean er ekki sá stundvísasti. vísir/getty

Moise Kean var ekki í leikmannahópi Everton gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn vegna brots á reglum félagsins. Everton vann leikinn, 1-2.

Kean mætti of seint á liðsfund í aðdraganda leiksins gegn Southampton. Hann var því ekki í 18 manna leikmannahópi Everton á laugardaginn þótt hann hafi ferðast með liðinu til Southampton.

Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, er ósáttur vegna óstundvísi Keans.

Everton keypti Kean frá Ítalíumeisturum Juventus á 27 milljónir punda í sumar.

Kean hefur ekki náð að skora fyrir Everton á tímabilinu og hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.