Samdráttur í samfélaginu dregur töluvert úr tekjum ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 20:30 Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40
Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00