Hallinn innan óvissusvigrúms Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Formaður fjárlaganefndar segir breytingartillögurnar lítil frávik frá fjármálaáætlun. Fréttablaðið/Anton Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ríkissjóður verður rekinn með 9,7 milljarða króna halla á næsta ári miðað við breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í haust var gert ráð fyrir tæplega 400 milljóna afgangi af rekstri ríkissjóðs. Er hallinn innan sérstaks óvissusvigrúms sem heimilar að ríkissjóður sé á árunum 2019-2022 rekinn með halla sem nemur að hámarki 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu (VLF) hvers árs. Þetta hlutfall var síðastliðið vor hækkað úr 0,4 prósentum af VLF en miðað við hagspá Hagstofunnar verður óvissusvigrúmið tæpir 23 milljarðar á næsta ári. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, lagði í umræðunni áherslu á að hér væri um minniháttar frávik að ræða frá fjármálaáætlun. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar við 2. umræðu á blaðamannafundi í gær. Er þar lagt til að útgjöld verði aukin um alls 20 milljarða í ýmsum málaflokkum. Má þar nefna aðgerðir í loftslagsmálum, menntamál, rannsóknir, nýsköpun, almenningssamgöngur, spítala og málefni aldraðra og öryrkja. Þá leggur flokkurinn til hækkun barnabóta og að lengingu fæðingarorlofs verði flýtt. Þessar breytingar væri hægt að fjármagna með auknum auðlindagjöldum, hækkun fjármagnstekjuskatts og kolefnisgjalds, tekjutengdum auðlindaskatti, afnámi samnýtingar skattþrepa og hertu skatteftirliti. Miðflokkurinn leggur til að bæði gjöld og tekjur ríkissjóðs aukist um tæpa 4,7 milljarða. Flokkurinn leggur meðal annars til að tekjur af tryggingargjaldi lækki um tvo milljarða og að 800 milljónir verði veittar til hjúkrunarheimila í vanda. Þá leggur flokkurinn til að lóð Landsbankans á Hafnartorgi verði seld sem myndi skila tveimur milljörðum og að ráðuneytin hagræði í rekstri sínum fyrir rúman milljarð. Píratar leggja til að öll útgjöld sem tengjast kirkjunni og lífsskoðunarfélögum verði skorin niður fyrir utan það sem viðkemur embætti biskups, sökum ákvæða stjórnarskrár. Persónuafsláttur myndi hækka um sömu upphæð og niðurfelling sóknargjalda. Einnig leggur flokkurinn til að ónýttur persónuafsláttur verði greiddur út óháð tekjum sem myndi kosta um 10,5 milljarða. Þá er lagt til að 7,4 milljörðum verði varið í að afnema krónu á móti krónu skerðingu. Flokkur fólksins leggur til að framlög vegna örorkulífeyris hækki um tíu milljarða til að bæta kjör öryrkja enda hafi lífeyrir almannatrygginga ekki fylgt launaþróun undanfarin ár. Í breytingartillögu flokksins er einnig lagt til að aukið fjármagn fari til löggæslu, sjúkrahúsa og dvalarheimila. Flokkurinn bendir á að hægt væri að fjármagna þessi auknu útgjöld með því að skattleggja greiðslur í lífeyrissjóði við innlögn en ekki við útgreiðslu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira