Innlent

Engin sameining nema með öllum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Grímsnesingar segja fleiri sveitarfélög verði að taka þátt .
Grímsnesingar segja fleiri sveitarfélög verði að taka þátt . Fréttablaðið/HAG

Lítill áhugi virðist vera fyrir sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu. Ölfus hefur þegar hafnað boði Árborgar um viðræður og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er hikandi.

Segjast Grímsnesingar fagna því að bæjarráð Árborgar lýsi vilja til að „nálgast nágranna sína og samstarfsaðila á jafningjagrunni“ en benda á að ekki hafi virst vera vilji til sameiningar hjá sveitarfélögum í Árnessýslu þegar rætt var um málið á árunum 2016 til 2017. Ljóst sé að ekki séu öll sveitarfélögin tilbúin í viðræður aftur. „Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps telur ekki rétt að ræða sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu nema öll sveitarfélögin taki þátt í þeim viðræðum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.