Fótbolti

Því miður er Szymon ekki með flautuna að þessu sinni

Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar
Szymon Marciniak hefur dæmt tvo síðustu landsleiki Íslands og Tyrklands og íslensku strákarnir hafa unnið þá báða.
Szymon Marciniak hefur dæmt tvo síðustu landsleiki Íslands og Tyrklands og íslensku strákarnir hafa unnið þá báða. Getty/Oliver Hardt
Pólverjinn Szymon Marciniak hefði líklega verið óskadómari Íslands í leik Tyrklands og Íslands í Istanbul á morgun.Szymon Marciniak hefur nefnilega dæmt tvo síðustu leiki þjóðanna og í þeim báðum hefur íslenska liðið fagnað góðum sigri.Szymon dæmdi síðasta leik þjóðanna í Laugardalnum í júní, sem Ísland vann 2-1, en hann dæmdi einnig leik þjóðanna í Eskisehir í október 2017 sem Ísland vann 3-0.Ísland tapar heldur ekki þegar Szymon Marciniak er með flautuna en hann dæmdi einnig 2-1 sigurleik Íslands á móti Austurríki á EM 2016 og svo 1-1 jafnteflisleik á móti Argentínu á HM 2018.Dómarinn á Türk Telekom Arena annað kvöld verður Englendingurinn Anthony Taylor sem er eða dæma hjá báðum þjóðum í fyrsta sinn.Það er kannski það næstbesta í stöðunni að fá Englending með flautuna því landi Anthony Taylor, Mark Clattenburg, dæmdi leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 sem Ísland vann 2-0 á Laugardalsvellinum.Í enn öðrum sigurleik Íslands á Tyrkjum á síðustu árum kom dómarinn frá Króatíu (Ivan Bebek) en var aftur á móti Ítalinn Gianluca Rocchi sem dæmdi tapleikinn í Tyrklandi í október 2015.Ísland hefur tapað öllum þremur leikjunum sem Gianluca Rocchi hefur dæmt þar á meðal 1-0 á móti Frökkum á Laugardalsvellinum í október. Þriðji leikurinn er tapleikur á móti Króatíu úti í Króatíu í nóvember 2016.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.