Fótbolti

Íslenski miðvörðurinn með 67 prósent markanna sem Tyrkir hafa fengið á sig

Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar
Ragnar Sigurðsson í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í júní.
Ragnar Sigurðsson í leiknum á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í júní. Getty/Oliver Hardt
Tyrkir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk samanlagt í fyrstu átta leikjum sínum í undankeppni EM 2020.Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, er með tvö af þessum þremur mörkum eða 67 prósent þeirra.Það má búast við því að maður verði settur til höfuðs Ragnars í föstum leikatriðum í leiknum á fimmtudaginn.Sá eini sem hefur skorað hjá Tyrkjum í þessari undankeppni er Frakkinn Olivier Giroud. Hann skoraði markið sitt líkt og Ragnar, eftir fast leikatriðí.Olivier Giroud skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu alveg eins og Ragnar gerði í seinna marki sínu. Fyrra mark Ragnars kom eftir aukaspyrnu.Frá seinna marki Ragnars þar til að Olivier Giroud skoraði hjá Tyrkjum í síðasta leik þá léku Tyrkir í 404 mínútur án þess að fá á sig mark í undankeppninni.Mörk Ragnars í Laugardalnum í júní komu bæði í fyrri hálfleiknum og hann kom íslenska liðinu í 2-0.

Fyrra markið kom á 21. mínútu þar sem aukaspyrna Jó­hanns Berg Guðmunds­sonar skoppaði á teignum og barst til Ragnars sem skallaði boltann í markið úr markteignun.Seinna mark Ragnars kom á 32. mínútu en Birkir Bjarnason skallaði þá áfram hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skalla boltann inn af stuttu færi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.