Fótbolti

Viðar veiktist og varð eftir í Antalya

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu.
Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Manuel Blondeau

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom manni færra til Istanbul í dag því það skiluðu sér ekki allir leikmenn liðsins í flugið.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og þar staðfesti hann að framherjinn Viðar Örn Kjartansson spili ekki í leiknum á móti Tyrklandi annað kvöld.

Viðar veiktist eftir komuna til Antalya frá Rússlandi þar sem hann spilar með liði Ruben Kazan.

Ákveðið var að skilja Viðar eftir á hóteli íslenska liðsins í Antalya þar sem hann fær tækifæri til að ná sér góðum.

Viðar Örn Kjartansson hefur skorað 3 mörk í 22 landsleikjum en síðasta markið hans kom í sigri á Andorra í mars.

Viðar missir örugglega af leiknum við Tyrkland en vonir eru til þess að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn á móti Moldóvu á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.