Fótbolti

Markahæsti leikmaður riðilsins missir af leiknum á móti Íslandi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar
Cenk Tosun er meiddur og missir af leiknum í kvöld.
Cenk Tosun er meiddur og missir af leiknum í kvöld. Getty/ANP Sport
Liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton er sá markahæsti í riðli Íslands en nú er komið í ljós að hann missir af leiknum í kvöld.Cenk Tosun hefur skorað fimm mörk í aðeins sex leikjum í undankeppni EM 2020. Hann hefur skorað jafnmörg mörk og Frakkinn Olivier Giroud en sá franski hefur spilað tveimur leikjum meira.Tyrkneskir fjölmiðlar segja frá því að Cenk Tosun, sem var valinn í hópinn, verði ekki með Tyrkjum í leikjunum á móti Íslandi og Andorra. Hann er meiddur.Cenk Tosun hefur skorað 5 af 16 mörkum Tyrkja í keppninni en næstum þriðjung marka liðsins.Cenk Tosun skoraði reyndar fjögur af fimm mörkum sínum á móti Moldóvu en hann var með tvö mörk í báðum leikjum. Fimmta markið hans tryggði Tyrklandi aftur á móti 1-0 sigur á Albaníu á 90. mínútu.Cenk Tosun hefur spilað lítið með Everton á leiktíðinni en tryggði liðinu 1-1 jafntefli á móti Tottenham á dögunum. Það er eina úrvalsdeildarmark hans á tímabilinu í þremur leikjum.Markahæstu leikmenn í H-riðlinum:

5 - Cenk Tosun, Tyrklandi (6 leikir)   

5 - Olivier Giroud, Frakklandi (8 leikir, 1 víti)   

4 - Sokol Cikalleshi, Albaníu (6 leikir, 1 víti)   

3 - Kylian Mbappé, Frakklandi (4 leikir)   

3 - Kingsley Coman, Frakklandi    (5 leikir)

3 - Kolbeinn Sigþórsson, Íslandi (6 leikir)   

3 - Kaan Ayhan, Tyrklandi (7 leikir)  

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.