Innlent

Eignaspjöll á skátaheimili í Vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglu.
Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglu. Vísir/vilhelm

Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á áttunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um eignaspjöll á skátaheimili í vesturbæ Reykjavíkur. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu en eina skátafélagið sem starfar í Vesturbænum er Skátafélagið Ægisbúar, samkvæmt upplýsingum á vef skátafélaganna.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum um kvöldmatarleytið og innbrot í heimahús, einnig í miðbænum, skömmu eftir klukkan ellefu. Ekki fást nánari upplýsingar um málin í dagbók lögreglu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gær, annar vegna gruns um fíkniefnaakstur og hinn ók á ótryggðri bifreið. Báðir reyndust þeir hafa verið sviptir ökuréttindum við fyrri afskipti lögreglu af þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.