Innlent

Eignaspjöll á skátaheimili í Vesturbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglu.
Nóttin var tiltölulega róleg hjá lögreglu. Vísir/vilhelm
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á áttunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um eignaspjöll á skátaheimili í vesturbæ Reykjavíkur. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu en eina skátafélagið sem starfar í Vesturbænum er Skátafélagið Ægisbúar, samkvæmt upplýsingum á vef skátafélaganna.

Þá var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum um kvöldmatarleytið og innbrot í heimahús, einnig í miðbænum, skömmu eftir klukkan ellefu. Ekki fást nánari upplýsingar um málin í dagbók lögreglu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í gær, annar vegna gruns um fíkniefnaakstur og hinn ók á ótryggðri bifreið. Báðir reyndust þeir hafa verið sviptir ökuréttindum við fyrri afskipti lögreglu af þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×