Innlent

Sautján ára stúlka á ofsahraða á Reykjanesbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni.
Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm
Sautján ára stúlka var stöðvuð á 140 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í vikunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Haft var samband við forráðamenn hennar vegna málsins þar sem hún er undir lögaldri.Fleiri ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Einn þeirra ók hópferðabifreið á 91 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.