Innlent

Sautján ára stúlka á ofsahraða á Reykjanesbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni.
Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Sautján ára stúlka var stöðvuð á 140 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í vikunni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Haft var samband við forráðamenn hennar vegna málsins þar sem hún er undir lögaldri.

Fleiri ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Einn þeirra ók hópferðabifreið á 91 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.