Innlent

Landsmenn geta skoðað sektirnar sínar á netinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd úr safni af bíl sem lagt var upp á kant í Laugardalnum og var mögulega sektaður.
Mynd úr safni af bíl sem lagt var upp á kant í Laugardalnum og var mögulega sektaður. Vísir/KTD
Lögreglan hefur tekið í notkun nýja tækni og hér eftir verður hægt að nálgast upplýsingar um sektir í pósthólfi á island.is sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar segir að ef fólk fær sekt fær það tilkynningu í tölvupósti og getur síðan farið á vefsíðuna island.is og séð þar sektarboðið.

„Það er aldrei gleðiefni að fá sekt fyrir umferðarlagabrot, en þó skiptir máli að geta nálgast allar upplýsingar um málið með eins auðveldum hætti og unnt er,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Vonandi þurfi samt sem fæstir að nýta sér þessa auknu þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×