Innlent

Engir samningar bak við milljarða framlag ríkisins til Sjálfsbjargarheimilisins í áravís

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Skrifstofur Sjálfsbjargar eru við Hátún 12 í Reykjavík.
Skrifstofur Sjálfsbjargar eru við Hátún 12 í Reykjavík. Vilhelm
Hvorki velferðarráðuneytið né heilbrigðisráðuneytið hafa verið með þjónustusamning við Sjálfsbjargarheimilið í áravís þrátt fyrir að hafa greitt tæplega 600-700 milljónir króna í rekstur þess árlega. Heilbriðisráðuneytið og Sjálfsbörg eiga fund í dag vegna málsins.Rekstur Sjálfsbjargarheimilisins hefur verið tryggður með fjárframlögum frá ríkinu frá upphafi. Samkvæmt upplýsingum þaðan er þar veitt hjúkrunar- stuðnings- og endurhæfingarþjónusta af læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, iðjuþjálfum, félagsráðgjafa og sjúkraþjálfurum. Bæði er veitt sólarhringsþjónusta og dagþjónusta.Fram kemur í svari Sjálfsbjargar til fréttastofu að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að ráðast í stefnumótun á sviði endurhæfingar en framlag ríkisins á þessu til Sjálfsbjargarheimilsins á þessu ári er tæplega 700 milljónir króna.

Uppstokkun framundan

Í fjárlögum heyrir framlagið til Sjálfsbjargar undir aðra samninga um endurhæfingarþjónustu en hins vegar hefur engin samningur verið til við stofnunina í áraraðir, hvorki í tíð gamla heilbrigðisráðuneytisins né velferðarráðuneytisins samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu.Fram kemur í svari ráðuneytisins að fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands hafi heimsótt Sjálfsbjargarheimilið síðastliðið vor og þess til að ræða framtíðarfyrirkomulag rekstrarins.„Fyrir liggur að Sjálfsbjörg er með áform um að stokka reksturinn upp og ráðast í uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir þann hóp sem félagið hefur þjónustað. Ráðuneytið mun í tengslum við þau áform ráðast í greiningu þjónustunnar sem þarna er veitt, meðal annars með tilliti til þess að hvaða leyti hún snýr að þjónustu við fatlað fólk og að hvaða leyti undir skilgreiningar laga um heilbrigðisþjónustu,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins. Ráðuneytið og Sjálfsbjörg fara yfir það í sameiningu og hefur fundur verið ákveðinn í dag.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.