Winks og Mount skoruðu sín fyrstu landsliðsmörk í stórsigri á Kósóvó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Winks fagnar sínu fyrsta marki fyrir enska landsliðið.
Winks fagnar sínu fyrsta marki fyrir enska landsliðið. vísir/getty
England vann 0-4 sigur á Kósóvó í Pristina í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld.Englendingar unnu A-riðilinn, fengu 21 stig af 24 mögulegum og voru með markatöluna 37-6.Tékkar fylgja Englendingum upp úr riðlinum. Þeir töpuðu fyrir Búlgörum, 1-0, í kvöld. Vasil Bozhikov skoraði eina mark leiksins.Harry Winks kom Englandi á bragðið á 32. mínútu í Pristina með sínu fyrsta landsliðsmarki.Nafni hans úr Tottenham, Harry Kane, bætti öðru marki við á 79. mínútu. Kane skoraði í öllum átta leikjum Englands í undankeppninni og er markahæsti leikmaður hennar með tólf mörk. Kane er fyrsti Englendingurinn sem skorar í öllum leikjum í undankeppni stórmóts.Marcus Rashford skoraði svo þriðja markið á 83. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mason Mount fjórða mark Englands og sitt fyrsta landsliðsmark.Kósóvó endaði í 3. sæti riðilsins en fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.