Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 16:46 Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47