Lífið

Barn Auðuns og Rakelar komið í heiminn

Sylvía Hall skrifar
Auðunn og Rakel eru glæsileg saman.
Auðunn og Rakel eru glæsileg saman. Instagram

Frumburður Auðuns Blöndal og Rakelar Þormarsdóttur er kominn í heiminn. Frá þessu greinir Auðunn á samfélagsmiðlum nú fyrir skömmu

„Veit ekki hvort ég sé elsti pabbi landsins, en get staðfest að ég er 1 sá hamingjusamasti í dag!“ skrifar Auðunn við mynd þar sem koma barnsins er tilkynnt. Fæðingin tók sinn tíma ef marka má færsluna en allt gekk þó að óskum.

„Móðir (sem er mesti nagli sem ég hef kynnst) og barni (sem tók sinn tíma að koma og hitta ykkur) heilsast vel eftir langa og erfiða fæðingu.“

Á Facebook-síðu sinni segist Auðunn hlakka mikið til að kynnast frumburðinum, enda fyrsta barn og því mikil tilhlökkun sem fylgir nýju hlutverki.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.