Lífið

Auðunn Blöndal og Rakel eiga von á barni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Auddi er einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins.
Auddi er einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins.
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn landsþekkti Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er einnig þekktur, á von á barni með kærustu sinni, Rakel Þormarsdóttur.Auðunn opinberaði óléttu Rakelar á Facebook-síðu sinni þar sem hann setti inn sónarmynd með stuttum texta.„BABYBLÖ! Við Rakel gætum ekki verið spenntari.“Ljóst er að tíðindin hafa glatt marga en hamingjuóskum á Facebook rignir nú yfir parið úr öllum áttum. Auddi og Rakel hafa verið saman í rúmt ár.Færslu Auðuns má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.