Fótbolti

Alfreð fór úr axlarlið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð er nýfarinn af stað aftur með Augsburg í Þýskalandi eftir meiðsli
Alfreð er nýfarinn af stað aftur með Augsburg í Þýskalandi eftir meiðsli vísir
Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020.



Alfreð fór meiddur af velli á 24. mínútu leiksins eftir að hann meiddist illa eftir samstuð við Caglar Söyüncü.



Vísir fékk staðfest í hálfleik að Alfreð hafi farið úr axlarlið, en fyrst virtist hann hafa meiðst á hendi.



Framherjinn er nokkuð nýkominn úr meiðslum og því sérlega leiðinlegt fyrir hann að meiðast aftur. Hann hefur áður farið úr axlarlið á þessari sömu öxl en það eru komin mörg ár síðan.



Arnór Sigurðsson kom inn í íslenska liðið fyrir Alfreð. Staðan í leiknum er 0-0 þegar þetta er skrifað en hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu hér.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.