Fótbolti

Alfreð fór úr axlarlið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð er nýfarinn af stað aftur með Augsburg í Þýskalandi eftir meiðsli
Alfreð er nýfarinn af stað aftur með Augsburg í Þýskalandi eftir meiðsli vísir

Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020.

Alfreð fór meiddur af velli á 24. mínútu leiksins eftir að hann meiddist illa eftir samstuð við Caglar Söyüncü.

Vísir fékk staðfest í hálfleik að Alfreð hafi farið úr axlarlið, en fyrst virtist hann hafa meiðst á hendi.

Framherjinn er nokkuð nýkominn úr meiðslum og því sérlega leiðinlegt fyrir hann að meiðast aftur. Hann hefur áður farið úr axlarlið á þessari sömu öxl en það eru komin mörg ár síðan.

Arnór Sigurðsson kom inn í íslenska liðið fyrir Alfreð. Staðan í leiknum er 0-0 þegar þetta er skrifað en hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.