Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Íþróttadeild skrifar 14. nóvember 2019 19:05 Kári og Ragnar höfðu góðar gætur á Burak Yilmaz, framherja Tyrkja. vísir/getty Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45