Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Íþróttadeild skrifar 14. nóvember 2019 19:05 Kári og Ragnar höfðu góðar gætur á Burak Yilmaz, framherja Tyrkja. vísir/getty Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Ísland og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli á Türk Telekom vellinum í Istanbúl í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland á því ekki lengur möguleika á að enda í öðru af tveimur efstu sætum H-riðils. Íslenska liðið á samt enn möguleika á að komast á EM í gegnum umspil á næsta ári. Hörður Björgvin Magnússon komst næst því að skora fyrir Ísland undir lok leiks en Merih Demiral bjargaði á línu frá honum. Tyrkir voru annars meira með boltann og stjórnuðu ferðinni. Boltinn fór tvisvar í slá íslenska marksins og Burak Yilmaz skallaði yfir úr dauðafæri í fyrri hálfleik. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson stóðu upp úr í íslenska liðinu sem mætir Moldóvu í lokaleik sínum í undankeppninni á sunnudaginn. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Tyrkir áttu nokkur hættulítil skot sem Hannes varði örugglega. Greip vel inn í.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 6 Sinnti varnarskyldunum að mestu vel en skilaði boltanum ekki nógu vel frá sér. Fékk fínt færi í uppbótartíma en skaut í varnarmann.Kári Árnason, miðvörður 7 Öruggur í hjarta íslensku varnarinnar. Bjargaði frábærlega í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skallaði aukaspyrnu Hakans Çalhanoglu frá.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Grjótharður í vörninni og lét finna vel fyrir sér. Öruggur og ákveðinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Nokkuð öruggur í vörninni, sérstaklega í fyrri hálfleik, en hefur oft tekið meiri þátt í sókninni.Jón Daði Böðvarsson, hægri kantmaður 5 Átti nokkra ágæta spretti en hefur oft leikið betur og verið beittari. Vinnusamur að vanda. Byrjaði á hægri kantinum en færði sig í fremstu víglínu eftir að Alfreð Finnbogason meiddist.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7 Náði ekki sömu hæðum og gegn Frakklandi í síðasta mánuði en var mjög traustur, vinnusamur og hjálpaði vörninni mikið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Hefur oft leikið betur. Komst lítið í takt við leikinn. Betri í fyrri hálfleik en þeim seinni þar sem hann komst ekkert í boltann. Lagði besta færi Íslands upp fyrir Hörð Björgvin.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 5 Vinnusamur en skapaði litla hættu í sókninni. Stöðvaði skyndisókn Tyrkja með frábærri tæklingu í upphafi seinni hálfleiks. Meiddist og fór af velli eftir rúmlega klukkutíma.Alfreð Finnbogason, framherji 5 Meiddist illa eftir rúmlega 20 mínútur og fór úr axlarlið. Hafði ekki náð að setja mark sitt á leikinn fram að því.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 6 Vann fullt af skallaboltum en það kom lítið út úr því. Vantaði stuðning og þjónustu. Sýndi aðdáunarverðan dugnað.Varamenn:Arnór Sigurðsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð á 24. mínútu) Komst ekki í neinn takt við leikinn og var lítið í boltanum. Komst í ágætis skotfæri í seinni hálfleik en setti boltann í varnarmann.Hörður Björgvin Magnússon - 6 (Kom inn fyrir Arnór Ingva á 63. mínútu) Fékk besta færi Íslands þegar Demiral bjargaði á línu frá honum. Sterkur í loftinu.Mikael Anderson - (Kom inn fyrir Ara Frey á 85. mínútu) Kom inn af krafti í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu. Lék of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti